Stefnt á aukna efnistöku úr Ingólfsfjalli Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 06:45 Auka á efnistöku úr Ingólfsfjalli. fréttablaðið/óli kristján Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira