Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Áætlað hefur verið að kostnaður Boeing við kyrrsetningu 737 MAX 8 vélanna á heimsvísu nemi milljarði dala. Fyrirtækið kunni að þurfa að greiða mismun á rekstrarkostnaði og leigu nýrra véla. Fréttablaðið/Anton Brink Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira