Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Eigandi Fálka segir hann hafa verið í um tvö ár að jafna sig á fjögurra vikna einangrun eftir að hann kom til landsins. Mynd/Pétur Alan Guðmundsson Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira