Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2019 13:30 Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, Ola Elvestuen loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Kimmo Tiilikainen húsnæðis-, orkumála- og umhverfisráðherra Finnlands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Jakob Ellemann-Jensen umhverfis- og matvælaráðherra Danmerkur, Karen Motzfeldt fulltrúi Grænlands á fundinum og Lars Ronnås loftslagssendiherra Svíþjóðar. Mynd/Umhverfisráðuneytið „Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni. Umhverfismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni.
Umhverfismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira