Rykmistur yfir borginni væntanlega ættað frá Eyjafjallajökli Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2019 15:04 Svona var staðan yfir Grafarvogi klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi. Reykjavík Veður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi.
Reykjavík Veður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira