Daði Freyr og Blær gefa út myndband við nýtt lag Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:00 Myndbandið kom út í dag. Youtube Söngvarinn Daði Freyr Pétursson gaf í dag út myndband við nýjasta lag sitt, Endurtaka mig. Myndbandið vann Daði ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur úti í Berlín þar sem þau búa. Lagið samdi hann í samstarfi við rapparann Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. „Við unnum lagið og myndbandið í gegnum netið, Blær fékk Sölku Valsdóttur til að taka upp hennar söng og Guðmund Felixson til að taka upp myndbandspartinn hennar,“ segir Daði í samtali við Vísi. Endurtaka mig er lokalagið á nýjustu plötu söngvarans sem kemur út í maí. „Lagið fjallar um að þurfa ekki að halda áfram að gera það sem maður hefur gert áður, að maður geti alltaf breytt um stefnu þegar manni sýnist og ætti ekki að vera gagnrýndur fyrir það,“ segir Daði. Blær, eins og hún er gjarnan kölluð, tekur í sama streng og segir mikilvægt að festast ekki í sömu rútínunni í listsköpun jafnt sem lífinu. Blær, sem er meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur, segir það hafa verið áskorun fyrir sig að koma fram sem Blær en ekki með Reykjavíkurdætur sér við hlið. „Þegar maður er búinn að vera í tólf manna hljómsveit þar sem öll gagnrýni dreifist á svo margar er stressandi að vera „featured“ með einum öðrum. Þetta var þó skemmtilegt og spennandi verkefni,“ segir Blær. Mikið er á döfinni hjá þeim Daða og Blævi. Daði og Árný eiga von á barni sem gæti allt eins komið í heiminn í dag eða á næstu dögum. Þá frumsýnir Blær leikritið, Kæru Jelenu, í Borgarleikhúsinu um helgina. Leikhús Menning Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30 Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23 Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Söngvarinn Daði Freyr Pétursson gaf í dag út myndband við nýjasta lag sitt, Endurtaka mig. Myndbandið vann Daði ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur úti í Berlín þar sem þau búa. Lagið samdi hann í samstarfi við rapparann Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. „Við unnum lagið og myndbandið í gegnum netið, Blær fékk Sölku Valsdóttur til að taka upp hennar söng og Guðmund Felixson til að taka upp myndbandspartinn hennar,“ segir Daði í samtali við Vísi. Endurtaka mig er lokalagið á nýjustu plötu söngvarans sem kemur út í maí. „Lagið fjallar um að þurfa ekki að halda áfram að gera það sem maður hefur gert áður, að maður geti alltaf breytt um stefnu þegar manni sýnist og ætti ekki að vera gagnrýndur fyrir það,“ segir Daði. Blær, eins og hún er gjarnan kölluð, tekur í sama streng og segir mikilvægt að festast ekki í sömu rútínunni í listsköpun jafnt sem lífinu. Blær, sem er meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur, segir það hafa verið áskorun fyrir sig að koma fram sem Blær en ekki með Reykjavíkurdætur sér við hlið. „Þegar maður er búinn að vera í tólf manna hljómsveit þar sem öll gagnrýni dreifist á svo margar er stressandi að vera „featured“ með einum öðrum. Þetta var þó skemmtilegt og spennandi verkefni,“ segir Blær. Mikið er á döfinni hjá þeim Daða og Blævi. Daði og Árný eiga von á barni sem gæti allt eins komið í heiminn í dag eða á næstu dögum. Þá frumsýnir Blær leikritið, Kæru Jelenu, í Borgarleikhúsinu um helgina.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30 Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23 Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30
Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23
Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30