Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn eru að hefjast Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í síðustu viku. vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira