Grái herinn grætur sinn besta mann Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 11:47 Fjölmargir syrgja Björgvin Guðmundsson sem á ótvírætt má heita öflugasti baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra nú á seinni árum. Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“ Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“
Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40