Búin að komast yfir vonbrigðin Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. apríl 2019 11:00 Hin 23 ára gamla Glódís hefur þegar leikið 75 leiki og mun gera atlögu að leikjameti kvennalandsliðsins með þessu áframhaldi. Getty/Eric Verhoeven Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn í Damallsvenskan um helgina gegn gömlu liðsfélögum Glódísar í Eskilstuna. Síðasta tímabil endaði með vonbrigðum hjá Rosengård sem var með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en tap gegn Göteborg gerði Piteå og Göteborg kleift að skjótast upp fyrir Rosengård. Piteå varð meistari og Göteborg tók hitt sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þar sem Rosengård hefur verið fastagestur undanfarin ár. Aðspurð hvort leikmennirnir væru búnir að skola óbragðið úr munninum eftir lokaumferðina í fyrra var Glódís á því að þetta væri ekki að trufla liðið. „Ég myndi segja að við værum búnar að komast yfir þetta og vorum frekar fljótar að því. Auðvitað var þetta fast í hausnum á manni fyrstu dagana eftir leikinn, þetta var ótrúlega súr tilfinning að horfa svona á eftir titlinum en við vissum að þetta gæti gerst. Jafntefli í lokaumferðinni hefði þýtt að við kæmumst í Meistaradeildina en sigur tryggt okkur titilinn og það kom aldrei neitt annað til greina en að eltast við sigurinn,“ sagði Glódís þegar hún rifjaði leikinn upp. „Auðvitað vorum við svekktar í leikslok en eftir á er ég ánægð með að við gáfum þessu tækifæri. Við lentum tveimur mörkum undir snemma leiks, jöfnuðum metin og reyndum eftir bestu getu að skora sigurmarkið. Ég var beðin um að fara upp á topp og sækja ásamt því að spila sem miðvörður. Við sóttum stíft en boltinn vildi bara ekki inn. Það hefði verið sama tilfinning ef við hefðum náð jafntefli því við hefðum samt misst af titlinum.“ Glódís segir að leikmannahópurinn sé betur stilltur í upphafi tímabilsins í ár. „Við erum spenntar að byrja þetta á ný, þetta er að stórum hluta sami hópur og í fyrra sem þjálfarinn er búinn að kynnast vel og við höfum ekki áhyggjur af því að lenda í því sama í ár. Við lentum í mótlæti í fyrra eftir að hafa unnið alla leiki á undirbúningstímabilinu og í byrjun þess og við vorum ekki rétt stilltar þegar fyrsta tap vetrarins kom. Maður lærir ýmislegt af því að tapa leikjum. Við áttum erfitt uppdráttar í nokkrar vikur um mitt tímabil en komum okkur aftur á strik.“ „Ég framlengdi hérna í sumar, ég get ekki farið frá Svíþjóð án þess að vinna meistaratitilinn,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Samningaviðræður hófust strax eftir tímabilið og mér líður vel hérna. Ég sá enga ástæðu til að skoða aðra möguleika. Ég er komin í meira ábyrgðarhlutverk hjá liðinu sem ég er spennt fyrir. Það er mikið hungur hjá bæði mér og liðsfélögunum að vinna titilinn í ár.“ Hin 23 ára gamla Glódís hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er komin með 75 leiki. Hún kunni nýja þjálfarateyminu vel söguna. „Þetta hefur gengið vel hingað til, það eru auðvitað viðbrigði að fá inn nýjan þjálfara eftir að hafa leikið undir stjórn Freys stærstan hluta landsliðsferilsins. Það var sterkt að ná sigri gegn Suður-Kóreu þrátt fyrir að það væru lykilleikmenn fjarverandi og spilamennskan gegn Kanada var góð. Ég horfi björtum augum á framtíðina og er orðin spennt fyrir undankeppninni í haust.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn í Damallsvenskan um helgina gegn gömlu liðsfélögum Glódísar í Eskilstuna. Síðasta tímabil endaði með vonbrigðum hjá Rosengård sem var með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en tap gegn Göteborg gerði Piteå og Göteborg kleift að skjótast upp fyrir Rosengård. Piteå varð meistari og Göteborg tók hitt sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þar sem Rosengård hefur verið fastagestur undanfarin ár. Aðspurð hvort leikmennirnir væru búnir að skola óbragðið úr munninum eftir lokaumferðina í fyrra var Glódís á því að þetta væri ekki að trufla liðið. „Ég myndi segja að við værum búnar að komast yfir þetta og vorum frekar fljótar að því. Auðvitað var þetta fast í hausnum á manni fyrstu dagana eftir leikinn, þetta var ótrúlega súr tilfinning að horfa svona á eftir titlinum en við vissum að þetta gæti gerst. Jafntefli í lokaumferðinni hefði þýtt að við kæmumst í Meistaradeildina en sigur tryggt okkur titilinn og það kom aldrei neitt annað til greina en að eltast við sigurinn,“ sagði Glódís þegar hún rifjaði leikinn upp. „Auðvitað vorum við svekktar í leikslok en eftir á er ég ánægð með að við gáfum þessu tækifæri. Við lentum tveimur mörkum undir snemma leiks, jöfnuðum metin og reyndum eftir bestu getu að skora sigurmarkið. Ég var beðin um að fara upp á topp og sækja ásamt því að spila sem miðvörður. Við sóttum stíft en boltinn vildi bara ekki inn. Það hefði verið sama tilfinning ef við hefðum náð jafntefli því við hefðum samt misst af titlinum.“ Glódís segir að leikmannahópurinn sé betur stilltur í upphafi tímabilsins í ár. „Við erum spenntar að byrja þetta á ný, þetta er að stórum hluta sami hópur og í fyrra sem þjálfarinn er búinn að kynnast vel og við höfum ekki áhyggjur af því að lenda í því sama í ár. Við lentum í mótlæti í fyrra eftir að hafa unnið alla leiki á undirbúningstímabilinu og í byrjun þess og við vorum ekki rétt stilltar þegar fyrsta tap vetrarins kom. Maður lærir ýmislegt af því að tapa leikjum. Við áttum erfitt uppdráttar í nokkrar vikur um mitt tímabil en komum okkur aftur á strik.“ „Ég framlengdi hérna í sumar, ég get ekki farið frá Svíþjóð án þess að vinna meistaratitilinn,“ sagði hún hlæjandi og hélt áfram: „Samningaviðræður hófust strax eftir tímabilið og mér líður vel hérna. Ég sá enga ástæðu til að skoða aðra möguleika. Ég er komin í meira ábyrgðarhlutverk hjá liðinu sem ég er spennt fyrir. Það er mikið hungur hjá bæði mér og liðsfélögunum að vinna titilinn í ár.“ Hin 23 ára gamla Glódís hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er komin með 75 leiki. Hún kunni nýja þjálfarateyminu vel söguna. „Þetta hefur gengið vel hingað til, það eru auðvitað viðbrigði að fá inn nýjan þjálfara eftir að hafa leikið undir stjórn Freys stærstan hluta landsliðsferilsins. Það var sterkt að ná sigri gegn Suður-Kóreu þrátt fyrir að það væru lykilleikmenn fjarverandi og spilamennskan gegn Kanada var góð. Ég horfi björtum augum á framtíðina og er orðin spennt fyrir undankeppninni í haust.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti