Innlent

Rykfallinn lottómiði frá síðasta sumri geymdi 25 milljónir

Birgir Olgeirsson skrifar
Vinningshafinn trúði ekki sínum eigin augum.
Vinningshafinn trúði ekki sínum eigin augum. Vísir/Vilhelm
Íslensk getspá auglýsti nýverið eftir þremur vinningshöfum sem ekki höfðu sótt vinningana sína. Allir vinningshafarnir heppnu hafa nú gefið sig fram með vinningsmiðana og fengið sínar milljónir greiddar út.

Stærsti og jafnframt elsti vinningurinn var frá 7. júlí 2018 og hljóðaði hann upp á rúmar 25 milljónir króna. Miðinn var seldur hjá Dalbotna á Seyðisfirði. Eigandi miðans hafði ekki hugmynd um að gamall óyfirfarinn Lottómiði sem legið hafði vel gleymdur ofan í skúffu frá síðasta sumri geymdi allar þessar milljónir.

Það var ekki fyrr en eftir að hann sá frétt um ósóttu vinningana að hann skoðaði miðann og uppgötvaði vinninginn. Að vonum var vinningshafinn himinlifandi með þennan glæsilega vinning og var varla farinn að trúa þessu er hann kom með vinningsmiðann á skrifstofu Getspár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×