Sebastian: Ekki hægt að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2019 13:30 Björgvin Páll varði aðeins fimm skot gegn Norður-Makedóníu. vísir/eyþór Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, er á því að Guðmundur Guðmundsson hafi gert rétt þegar hann skipti um markvarðapar fyrir seinni leikinn gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson náðu sér ekki á strik í tapinu fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, á miðvikudaginn. Guðmundur skipti þeim út og Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson munu verja mark Íslands í Skopje á sunnudaginn. „Mér finnst þetta rétt ákvörðun. Við höfum engu að tapa. Mér finnst allt í lagi að ýta við hinum tveimur og vonandi svara þeir með frábærri frammistöðu. Getan er til staðar,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi í dag. Ágúst Elí hefur farið á síðustu tvö stórmót en leikurinn á sunnudaginn verður fyrsti keppnisleikur Viktors Gísla með landsliðinu.Viktor Gísli fær stórt tækifæri í Skopje á sunnudaginn.vísir/báraVonandi sýna þeir að þetta var ekki góð ákvörðun„Ágúst átti frábæra innkomu á HM og ég hefði viljað sjá hann í hóp á miðvikudaginn. Það er búið að tala lengi um Viktor Gísla sem framtíðarmarkvörð. Ef drengurinn ætlar í atvinnumennsku er þetta góð eldskírn. Ég hef spilað í Makedóníu og það er erfitt en mjög skemmtilegt,“ sagði Sebastian og bætti við að Ágúst Elí myndi að öllum líkindum byrja leikinn á sunnudaginn. Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í rúman áratug og Aron Rafn hefur farið á sex stórmót með því. „Það er búið að reyna þetta frekar lengi með misjöfnum árangri. Það versta sem gerist er að tilraunin mistekst,“ sagði Sebastian. „Ég fagna allavega breytingunni. Eitthvað þurfti að gera. Það er ekki hægt að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu. Vonandi hysja hinir upp um sig buxurnar og sýna að þetta var ekki góð ákvörðun. Ef ég væri þeir væri ég foxillur og gæti ekki beðið eftir því að spila næsta leik.“ Tomas Svensson hefur verið í þjálfarateymi íslenska liðsins síðan Guðmundur tók við því í fyrra. Sebastian segist eiga erfitt með að tjá sig um störf sænska markvarðaþjálfarans. „Ég get eiginlega ekki tjáð mig um það. Kannski er hann að vinna toppvinnu sem skilar sér ekki inn á völlinn. Ég efast ekki um að maðurinn er fær,“ sagði Sebastian.Sebastian er þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.vísir/vilhelmFá á sig óþarfa mörk Sem þrautreyndum markverði fannst honum erfitt að horfa á Norður-Makedóna skora úr nánast hverju einasta skoti sem fór á íslenska markið á miðvikudaginn. „Mér finnst þeir stundum fá á sig óþarfa mörk. Hægri hornamaðurinn hjá Norður-Makedóníu [Goce Georgievski] skaut t.a.m. alltaf á nærstöngina og skoraði. Manni er ungum kennt að ef leikmaður setur boltann tvisvar á sama stað prófarðu eitthvað annað næst. Þú þarft að bregðast við,“ sagði Sebastian. „Í langskotum fara þeir stundum í rétt horn en boltinn fer samt inn. Það er eins og það vanti smá greddu,“ bætti hann við. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands á sunnudaginn hefst klukkan 18:00. Ísland mætir svo Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í júní. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Ísland teflir fram nýju markvarðapari í seinni leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. 11. apríl 2019 16:24 Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Eftir 22 keppnisleiki án taps í Laugardalshölli beið íslenska liðið loks lægri hlut fyrir Norður-Makedóníu í gær. 11. apríl 2019 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, er á því að Guðmundur Guðmundsson hafi gert rétt þegar hann skipti um markvarðapar fyrir seinni leikinn gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson náðu sér ekki á strik í tapinu fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, á miðvikudaginn. Guðmundur skipti þeim út og Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson munu verja mark Íslands í Skopje á sunnudaginn. „Mér finnst þetta rétt ákvörðun. Við höfum engu að tapa. Mér finnst allt í lagi að ýta við hinum tveimur og vonandi svara þeir með frábærri frammistöðu. Getan er til staðar,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi í dag. Ágúst Elí hefur farið á síðustu tvö stórmót en leikurinn á sunnudaginn verður fyrsti keppnisleikur Viktors Gísla með landsliðinu.Viktor Gísli fær stórt tækifæri í Skopje á sunnudaginn.vísir/báraVonandi sýna þeir að þetta var ekki góð ákvörðun„Ágúst átti frábæra innkomu á HM og ég hefði viljað sjá hann í hóp á miðvikudaginn. Það er búið að tala lengi um Viktor Gísla sem framtíðarmarkvörð. Ef drengurinn ætlar í atvinnumennsku er þetta góð eldskírn. Ég hef spilað í Makedóníu og það er erfitt en mjög skemmtilegt,“ sagði Sebastian og bætti við að Ágúst Elí myndi að öllum líkindum byrja leikinn á sunnudaginn. Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í rúman áratug og Aron Rafn hefur farið á sex stórmót með því. „Það er búið að reyna þetta frekar lengi með misjöfnum árangri. Það versta sem gerist er að tilraunin mistekst,“ sagði Sebastian. „Ég fagna allavega breytingunni. Eitthvað þurfti að gera. Það er ekki hægt að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu. Vonandi hysja hinir upp um sig buxurnar og sýna að þetta var ekki góð ákvörðun. Ef ég væri þeir væri ég foxillur og gæti ekki beðið eftir því að spila næsta leik.“ Tomas Svensson hefur verið í þjálfarateymi íslenska liðsins síðan Guðmundur tók við því í fyrra. Sebastian segist eiga erfitt með að tjá sig um störf sænska markvarðaþjálfarans. „Ég get eiginlega ekki tjáð mig um það. Kannski er hann að vinna toppvinnu sem skilar sér ekki inn á völlinn. Ég efast ekki um að maðurinn er fær,“ sagði Sebastian.Sebastian er þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.vísir/vilhelmFá á sig óþarfa mörk Sem þrautreyndum markverði fannst honum erfitt að horfa á Norður-Makedóna skora úr nánast hverju einasta skoti sem fór á íslenska markið á miðvikudaginn. „Mér finnst þeir stundum fá á sig óþarfa mörk. Hægri hornamaðurinn hjá Norður-Makedóníu [Goce Georgievski] skaut t.a.m. alltaf á nærstöngina og skoraði. Manni er ungum kennt að ef leikmaður setur boltann tvisvar á sama stað prófarðu eitthvað annað næst. Þú þarft að bregðast við,“ sagði Sebastian. „Í langskotum fara þeir stundum í rétt horn en boltinn fer samt inn. Það er eins og það vanti smá greddu,“ bætti hann við. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands á sunnudaginn hefst klukkan 18:00. Ísland mætir svo Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í júní.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Ísland teflir fram nýju markvarðapari í seinni leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. 11. apríl 2019 16:24 Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Eftir 22 keppnisleiki án taps í Laugardalshölli beið íslenska liðið loks lægri hlut fyrir Norður-Makedóníu í gær. 11. apríl 2019 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Ísland teflir fram nýju markvarðapari í seinni leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. 11. apríl 2019 16:24
Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Eftir 22 keppnisleiki án taps í Laugardalshölli beið íslenska liðið loks lægri hlut fyrir Norður-Makedóníu í gær. 11. apríl 2019 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00
Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27
Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13
Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni