Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Anton Ingi Leifsson skrifar 12. apríl 2019 17:30 Brynjar í leik með Stólunum í vetur. vísir/bára Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik Sjá meira
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02