Kasta upp lyfinu og selja áfram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2019 19:00 Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur. Fangelsismál Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur.
Fangelsismál Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira