Heimsmeistararnir í handbolta, Danir, komu til baka eftir óvænt tap gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn og unnu þá í Danmörku í kvöld, 37-26.
Tap heimsmeistaranna var óvænt á miðvikudagskvöldið en þeir gerðu alltof mörg mistök og heimamenn unnu verðskuldaðan eins marks sigur, 32-21.
Í kvöld var allt annað að sjá lið Dana. Þeir byrjuðu af miklum krafti en slökuðu aðeins á fyrir hlé. Aftur settu þeir í gírinn í síðari hálfleik og unnu að lokum með ellefu mörkum, 37-26.
Danir eru með sex sig í riðlinum eftir fjóra leiki og eru komnnir með annan fótinn á EM 2020. Svartfjallaland er með þrjú stig í þriðja sætinu.
