Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 12:15 Gísli Halldór, bæjarstjóri í Árborg með hluta af þeim nemendum sem mættu á tröppurnar við Ráðhús Árborgar og mótmæltu aðgerðarleysi í umhverfismálum á föstudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“ Árborg Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“
Árborg Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira