Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 14:15 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?