Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Fiskistofa hefur ekki fengið afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals frá 2014. Vísir/vilhelm Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00
Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00