Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins klárast í kvöld Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:30 Stjarnan er ríkjandi Mjólkurbikarmeistari karla vísir/daníel Fyrstu umferð Mjólkurbikars karla lýkur í kvöld með leik KB og Snæfells á Leiknisvellinum í Breiðholti. Önnur umferðin fór af stað um helgina. Mjólkurbikarinn fór af stað í síðustu viku en það eru mest megnis lið í neðri deildunum sem hefja leik í fyrstu umferð, þó nokkur lið úr Inkassodeildinni séu þar á meðal keppenda. Í gær fóru fram þrír leikir í fyrstu umferð. Skallagrímur tapaði fyrir KV, Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti Vogum og Úlfarnir völtuðu yfir Vatnaliljur. Skallagrímur og KV spila bæði í þriðju deild í sumar, liðin mættust í Akraneshöllinni í gær. Gestirnir í KV byrjuðu leikinn af krafti, Einar Már Þórisson skoraði fyrsta markið eftir fjórtán mínútur og Oddur Ingi Bjarnason bætti öðru við á 34. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Viktor Máni Róbertsson þriðja mark KV sem fór með örugga forystu í hálfleikinn. Elís Dofri Gylfason veitti Borgnesingum líflínu á 51. mínútu en KV svaraði um hæl með marki frá Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni. Þar við sat, lokatölur 4-1 fyrir KV sem mætir ÍR í annari umferð á skírdag. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti úr Vogum, en bæði lið leika í annari deild í sumar. Hrovje Tokic kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og leiddu Selfyssingar 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Adam Örn Sveinbjörnsson og Kenan Turudija sitt hvort markið fyrir Selfoss sem vann 3-0 sigur. Selfyssingar fara í Mosfellsbæ og mæta Aftureldingu í annari umferð. Í Fífunni unnu Úlfarinir stórsigur á Vatnaliljum 6-1. Steinar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Úlfana sem leiddu 4-1 í hálfleik. Úlfarnir, sem spila í fjórðu deild, eiga erfitt verkefni fyrir höndum í annari umferð þar sem þeir mæta Inkasso-liði Víkings Ólafsvíkur. Önnur umferð hófst um helgina þegar Sindri og Leiknir Fáskrúðsfirði mættust á laugardaginn. Sindramenn unnu 5-1 sigur. Í annari umferð, sem verður að mestu leikin um páskahelgina, verða tveir Inkassodeildar-slagir þar sem Leiknir Reykjavík og Fjölnir mætast annars vegar og Keflavík og Haukar hins vegar. Mjólkurbikarinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Fyrstu umferð Mjólkurbikars karla lýkur í kvöld með leik KB og Snæfells á Leiknisvellinum í Breiðholti. Önnur umferðin fór af stað um helgina. Mjólkurbikarinn fór af stað í síðustu viku en það eru mest megnis lið í neðri deildunum sem hefja leik í fyrstu umferð, þó nokkur lið úr Inkassodeildinni séu þar á meðal keppenda. Í gær fóru fram þrír leikir í fyrstu umferð. Skallagrímur tapaði fyrir KV, Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti Vogum og Úlfarnir völtuðu yfir Vatnaliljur. Skallagrímur og KV spila bæði í þriðju deild í sumar, liðin mættust í Akraneshöllinni í gær. Gestirnir í KV byrjuðu leikinn af krafti, Einar Már Þórisson skoraði fyrsta markið eftir fjórtán mínútur og Oddur Ingi Bjarnason bætti öðru við á 34. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Viktor Máni Róbertsson þriðja mark KV sem fór með örugga forystu í hálfleikinn. Elís Dofri Gylfason veitti Borgnesingum líflínu á 51. mínútu en KV svaraði um hæl með marki frá Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni. Þar við sat, lokatölur 4-1 fyrir KV sem mætir ÍR í annari umferð á skírdag. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti úr Vogum, en bæði lið leika í annari deild í sumar. Hrovje Tokic kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og leiddu Selfyssingar 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Adam Örn Sveinbjörnsson og Kenan Turudija sitt hvort markið fyrir Selfoss sem vann 3-0 sigur. Selfyssingar fara í Mosfellsbæ og mæta Aftureldingu í annari umferð. Í Fífunni unnu Úlfarinir stórsigur á Vatnaliljum 6-1. Steinar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Úlfana sem leiddu 4-1 í hálfleik. Úlfarnir, sem spila í fjórðu deild, eiga erfitt verkefni fyrir höndum í annari umferð þar sem þeir mæta Inkasso-liði Víkings Ólafsvíkur. Önnur umferð hófst um helgina þegar Sindri og Leiknir Fáskrúðsfirði mættust á laugardaginn. Sindramenn unnu 5-1 sigur. Í annari umferð, sem verður að mestu leikin um páskahelgina, verða tveir Inkassodeildar-slagir þar sem Leiknir Reykjavík og Fjölnir mætast annars vegar og Keflavík og Haukar hins vegar.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira