Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2019 20:00 Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp." Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp."
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira