Borche: Ég er ekki ánægður með dómarana Árni Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 22:34 Borche var ekki hrifinn af dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel „Fyrir það fyrsta þá erum við að klikka á allt of mörgum vítum,“ var það fyrsta sem þjálfari ÍR nefndi sem ástæðuna fyrir tapi sinna manna í leik númer fjögur í einvíginu á móti Stjörnunni. Það voru þó fleiri hlutir sem hann gat talið til sem hann og gerði. „Við vorum kannski of spenntir, miðað við þá möguleika sem við áttum í þessum leik og skapaði það stress hjá okkur. Það vor svo tveir hlutir sem við tókum ekki með í njósna vinnuna okkar í fyrsta lagi 34 stig frá Ægi og að 16 af þeim hafi komið af vítalínunni.“ „Ég hefði orðið ánægður ef Matti hefði fengið einhver vítaskot fyrir sömu hlutina og Ægir fékk í dag. Sérstaklega þegar hann var að ráðast á körfuna en þeir flautuðu ekki á það.“ „Mér fannst línan ekki góð hjá dómurunum, þeir dæmdu á eitt í fyrri hálfleik og svo allt annað í þeim seinni. Þeir voru þó að dæma á bæði lið þangað til við nálguðumst aftur og þá breyttu þeir aftur línunni og okkur í óhag.“ „Ég er ekki ánægður með dómarana í kvöld. Þetta var ein ástæða fyrir tapinu. Önnur var að við hefðu þurft að vera klárari í leiknum og ekki einbeita okkur jafn mikið að dómurunum. Við hefðum átt að finna mistökin okkar og laga þau.“ „Það var erfitt að Capers hafi fengið þrjár villur mjög snemma og þess vegna þurfti ég að setja hann á bekkinn og spara hann. Þegar þess þarf þá gerir það okkur erfiðara fyrir.“ „Stjarnan er með gott lið það er á hreinu en ég bjóst við að við myndum ná að halda okkur við okkar leikplan og það sem skilaði okkur sigrum í seinustu tveimur leikjum. Svona er þetta bara en einvígið er jafnt núna og við töpuðum einni orrustu en stríðið heldur áfram þangað til á fimmtudag.“ Borche var svo að lokum spurður hvort hann þyrfti að rýna í taktíkina eða huga leikmanna fyrir oddaleikinn á fimmtudag. „Það er bæði. Stjarnan er með of mikla reynslu og gæði í sínum mönnum. Svo hafa þeir virðingu dómaranna þannig að þeir dæma ekki jafn mikið á þá og venjulega en það er kannski bara mín skoðun,“ sagði Borche. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 75-90 │Stjarnan knúði fram oddaleik Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og ÍR mætast í oddaleik á fimmtudaginn. Sigur gefur sæti í úrslitarimmunni í Dominos-deild karla gegn KR. 15. apríl 2019 23:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá erum við að klikka á allt of mörgum vítum,“ var það fyrsta sem þjálfari ÍR nefndi sem ástæðuna fyrir tapi sinna manna í leik númer fjögur í einvíginu á móti Stjörnunni. Það voru þó fleiri hlutir sem hann gat talið til sem hann og gerði. „Við vorum kannski of spenntir, miðað við þá möguleika sem við áttum í þessum leik og skapaði það stress hjá okkur. Það vor svo tveir hlutir sem við tókum ekki með í njósna vinnuna okkar í fyrsta lagi 34 stig frá Ægi og að 16 af þeim hafi komið af vítalínunni.“ „Ég hefði orðið ánægður ef Matti hefði fengið einhver vítaskot fyrir sömu hlutina og Ægir fékk í dag. Sérstaklega þegar hann var að ráðast á körfuna en þeir flautuðu ekki á það.“ „Mér fannst línan ekki góð hjá dómurunum, þeir dæmdu á eitt í fyrri hálfleik og svo allt annað í þeim seinni. Þeir voru þó að dæma á bæði lið þangað til við nálguðumst aftur og þá breyttu þeir aftur línunni og okkur í óhag.“ „Ég er ekki ánægður með dómarana í kvöld. Þetta var ein ástæða fyrir tapinu. Önnur var að við hefðu þurft að vera klárari í leiknum og ekki einbeita okkur jafn mikið að dómurunum. Við hefðum átt að finna mistökin okkar og laga þau.“ „Það var erfitt að Capers hafi fengið þrjár villur mjög snemma og þess vegna þurfti ég að setja hann á bekkinn og spara hann. Þegar þess þarf þá gerir það okkur erfiðara fyrir.“ „Stjarnan er með gott lið það er á hreinu en ég bjóst við að við myndum ná að halda okkur við okkar leikplan og það sem skilaði okkur sigrum í seinustu tveimur leikjum. Svona er þetta bara en einvígið er jafnt núna og við töpuðum einni orrustu en stríðið heldur áfram þangað til á fimmtudag.“ Borche var svo að lokum spurður hvort hann þyrfti að rýna í taktíkina eða huga leikmanna fyrir oddaleikinn á fimmtudag. „Það er bæði. Stjarnan er með of mikla reynslu og gæði í sínum mönnum. Svo hafa þeir virðingu dómaranna þannig að þeir dæma ekki jafn mikið á þá og venjulega en það er kannski bara mín skoðun,“ sagði Borche.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 75-90 │Stjarnan knúði fram oddaleik Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og ÍR mætast í oddaleik á fimmtudaginn. Sigur gefur sæti í úrslitarimmunni í Dominos-deild karla gegn KR. 15. apríl 2019 23:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 75-90 │Stjarnan knúði fram oddaleik Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og ÍR mætast í oddaleik á fimmtudaginn. Sigur gefur sæti í úrslitarimmunni í Dominos-deild karla gegn KR. 15. apríl 2019 23:00