Norðmaður dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 10:30 Berg er fyrrverandi landamæravörður. EPA/MAXIM SHIPENKOV Norðmaðurinn Frode Berg hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir. Berg starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands en hann hefur verið í haldi frá í desember 2017. Hann er sagður hafa reynt að greiða rússneskum manni fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússlands. Þegar hann var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér. Berg hefur þó ávallt neitað sök. Hann hefur játað að hafa verið að flytja sendingu fyrir norska herinn en segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að stunda njósnir.Strangasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist. Saksóknarar höfðu farið fram á fjórtán ára dóm og varð dómari við því. NRK segir það hefðbundið í njósnamálum að dómarar fylgi óskum saksóknara.Ilja Novikov, lögmaður Berg, sagði NRK að Berg vonaðist til þess að vera náðaður og væri fullviss um að norska ríkið væri að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að aðstoða hann. Talsmaður Utanríkisráðuneytisins sagði embættismenn vera að gera sitt besta og nýta margar leiðir til að vernda hagsmuni Berg. Hún vildi þó ekki staðfesta að viðræður á milli Norðmanna og Rússa hefðu átt sér stað. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hitti Vladimir Putin, forseta Rússlands, í síðustu viku. Þar sagði Putin við blaðamenn að það væri ekki við hæfi að ræða mögulega náðun fyrr en dómur væri fallinn. Noregur Rússland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Norðmaðurinn Frode Berg hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir. Berg starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands en hann hefur verið í haldi frá í desember 2017. Hann er sagður hafa reynt að greiða rússneskum manni fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússlands. Þegar hann var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér. Berg hefur þó ávallt neitað sök. Hann hefur játað að hafa verið að flytja sendingu fyrir norska herinn en segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að stunda njósnir.Strangasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist. Saksóknarar höfðu farið fram á fjórtán ára dóm og varð dómari við því. NRK segir það hefðbundið í njósnamálum að dómarar fylgi óskum saksóknara.Ilja Novikov, lögmaður Berg, sagði NRK að Berg vonaðist til þess að vera náðaður og væri fullviss um að norska ríkið væri að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að aðstoða hann. Talsmaður Utanríkisráðuneytisins sagði embættismenn vera að gera sitt besta og nýta margar leiðir til að vernda hagsmuni Berg. Hún vildi þó ekki staðfesta að viðræður á milli Norðmanna og Rússa hefðu átt sér stað. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hitti Vladimir Putin, forseta Rússlands, í síðustu viku. Þar sagði Putin við blaðamenn að það væri ekki við hæfi að ræða mögulega náðun fyrr en dómur væri fallinn.
Noregur Rússland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira