Innlent

Ákærður fyrir grófa nauðgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Hanna
Þingfesting fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli embættis héraðssaksóknara gegn karlmanni sem er ákærður fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæru á brotið að hafa átt sér stað á ótilgreindum stað í Reykjavík í fyrra.

Á maðurinn að hafa farið á eftir konunni inn í rými, læst hurðinni, tekið um mitti hennar, snúið henni við, rifið niður um hana buxurnar og þvingað hana til samræðis. Er maðurinn sakaður um að hafa notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis.

Krefst embættið að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Einkaréttarkrafa liggur fyrir í málinu þar sem farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×