Ronaldo alltaf komist áfram úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 13:30 Ronaldo fagnar marki sínu í fyrri leiknum gegn Ajax. vísir/getty Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Juventus tekur á móti Ajax í seinni leik liðana í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sá fyrri fór 1-1. Stuðningsmenn Juventus geta yljað sér við þá tölfræði að Cristiano Ronaldo hefur aldrei fallið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á ferlinum. Lið með Ronaldo innanborðs hafa ellefu sinnum komist áfram úr 8-liða úrslitum í ellefu tilraunum. Portúgalinn komst þrisvar sinnum áfram úr 8-liða úrslitunum sem leikmaður Manchester United og átta sinnum sem leikmaður Real Madrid. Ronaldo skoraði mark Juventus í fyrri leiknum gegn Ajax í Amsterdam. Ítalíumeisturunum nægir markalaust jafntefli til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur skorað í síðustu sex leikjum sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Alls hefur hann skorað 24 mörk í 8-liða úrslitum keppninnar, 14 mörkum meira en næsti maður.Cristiano Ronaldo in Champions League quarter-finals: —100% progression to the next round (11/11) —24 goals — 14 more than closest rival —Scored in each of his last six appearances pic.twitter.com/m1j0R4S9Ux— B/R Football (@brfootball) April 16, 2019 Ronaldo hefur skorað a.m.k. eitt mark í öllum einvígum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hann hefur tekið þátt í nema einu; gegn Atlético Madrid tímabilið 2014-15. Real Madrid vann einvígið samanlagt 1-0, með marki Javiers Hernández. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina, einu sinni með Manchester United (2008) og fjórum sinnum með Real Madrid (2014, 2016-18). Hann er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 125 mörk. Fimm þeirra hafa komið á þessu tímabili. Leikur Juventus og Ajax hefst klukkan klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu:2006-07 Man. Utd. 8-3 Roma - Tvö mörk frá Ronaldo2007-08 Man. Utd. 3-0 Roma - Eitt mark frá Ronaldo2008-09 Man. Utd. 3-2 Porto - Eitt mark frá Ronaldo2010-11 Real Madrid 5-0 Totenham - Tvö mörk frá Ronaldo2011-12 Real Madrid 8-2 APOEL - Tvö mörk frá Ronaldo2012-13 Real Madrid 5-3 Galatasary - Þrjú mörk frá Ronaldo2013-14 Real Madrid 3-2 Dortmund - Eitt mark frá Ronaldo2014-15 Real Madrid 1-0 Atlético Madrid - Ekkert mark frá Ronaldo2015-16 Real Madrid 3-2 Wolfsburg - Þrjú mörk frá Ronaldo2016-17 Real Madrid 6-3 Bayern München - Fimm mörk frá Ronaldo2017-18 Real Madrid 4-3 Juventus - Þrjú mörk frá Ronaldo
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Ronaldo skoraði en niðurstaðan jafntefli Ajax sló út Real Madrid og tekst þeim það sama gegn Juventus? 10. apríl 2019 21:00
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30