Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:02 Reykjanesviti. Vísir/gva Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira