„Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2019 11:30 United átti litla möguleika gegn Barcelona. vísir/getty Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12