Stefna að því að ræsa kísilverið á ný um mitt ár 2021 Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 18:30 Unnið er eftir þeirri áætlun að kísilverksmiðjan í Helguvík hefji starfsemi að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Framkvæmdir við verksmiðjuna þurfa að fara í umhverfismat með ellefu matsþáttum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem var birt í dag. Kísilverið í Helguvík er að fullu í eigu Arion banka í gegnum félagsið Stakksberg ehf. eftir að bankinn gekk að veðum fyrri eigenda eftir að félagið Sameinað Silicon ehf. fór í gegnum nauðasamninga. Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Stakksbergs að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverinu Helguvík en þó með athugasemdum vegna nýs umhverfismats. Þetta kemur fram í ákvörðun sem stofnunin birti í dag.Stofnunin gerir kröfu um nýtt umhverfismat þar sem fjalla þarf sérstaklega um ellefu nánar tilgreind atriði sem snúa að hugsanlegri mengun frá verksmiðjunni. Meðal þess sem matsáætlunin þarf að ná yfir er vatnsnotkun kísilverksmiðjunnar og áhrif hennar á grunnvatn á svæðinu, dreifing mengunarefna, hvaða snefilefni fylgja hráefnum frá verksmiðjunni, einkum þungmálmar, arsen og önnur mengandi efni, eftir því sem við á. Hvaða áhrif breytingar áreykhreinsivirki, útblæstri og meðhöndlun ryks hafa á efnasamsetningu útblásturs og samhliða því skuli lagt mat á áhrif kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á „afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni.“ Ljóst er að málið varðar íbúa Reykjanesbæjar miklu. Ekki síst þá sem búa nálægt verksmiðjunni enda bárust Skipulagsstofnun skriflegar athugasemdir með tölvupósti frá 36 einstaklingum vegna endurbótanna á kísilverinu. Að sögn Þórðar Ólafs Þórðarsonar framkvæmdastjóra Stakksbergs er stefnt að því að ný frummatskýrsla vegna umhverfisáhrifa, þar sem fjallað verður um öll þau atriði sem Skipulagsstofnun nefnir í sinni ákvörðun, verði tilbúin um mánaðamótin maí-júní. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er unnið eftir þeirri verkáætlun að verksmiðjan geti hafið starfsemi á ný að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Lyktarmengun sem stafaði frá kísilverinu var helst áberandi þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar var keyrður á litlum styrk eða í þeim tilvikum þar sem verið var að slökkva á ofninum. Voru áhrif vegna lyktar frá verksmiðjunni því ekki stöðug meðan verksmiðjan var starfandi. Hávær krafa hefur verið um íbúakosningu um framtíð kísilversins. Meira en fjórðungur kosningabærra manna í Reykjanesbæ, um 2.700 manns, skrifaði undir áskorun þess efnis í lok síðasta árs en það voru samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík sem söfnuðu undirskriftunum. Það var hins vegar mat lögmanns Reykjanesbæjar að ekki hefði verið staðið að undirskriftarsöfnuninni með lögmætum hætti. Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Heilsan ávallt dýrmætari en peningar Fjarfestingaraðilar hafa eytt yfir tuttugu milljörðum í framkvæmdir vegna kísilversins sem þeir vilja opna aftur í Helguvík haustið 2020. Þótt þeir væru búnir að eyða yfir hundrað milljörðum í þessa uppbyggingu og endurreisn kísilversins þá gildir það einu. 22. nóvember 2018 08:05 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Unnið er eftir þeirri áætlun að kísilverksmiðjan í Helguvík hefji starfsemi að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Framkvæmdir við verksmiðjuna þurfa að fara í umhverfismat með ellefu matsþáttum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem var birt í dag. Kísilverið í Helguvík er að fullu í eigu Arion banka í gegnum félagsið Stakksberg ehf. eftir að bankinn gekk að veðum fyrri eigenda eftir að félagið Sameinað Silicon ehf. fór í gegnum nauðasamninga. Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Stakksbergs að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverinu Helguvík en þó með athugasemdum vegna nýs umhverfismats. Þetta kemur fram í ákvörðun sem stofnunin birti í dag.Stofnunin gerir kröfu um nýtt umhverfismat þar sem fjalla þarf sérstaklega um ellefu nánar tilgreind atriði sem snúa að hugsanlegri mengun frá verksmiðjunni. Meðal þess sem matsáætlunin þarf að ná yfir er vatnsnotkun kísilverksmiðjunnar og áhrif hennar á grunnvatn á svæðinu, dreifing mengunarefna, hvaða snefilefni fylgja hráefnum frá verksmiðjunni, einkum þungmálmar, arsen og önnur mengandi efni, eftir því sem við á. Hvaða áhrif breytingar áreykhreinsivirki, útblæstri og meðhöndlun ryks hafa á efnasamsetningu útblásturs og samhliða því skuli lagt mat á áhrif kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á „afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni.“ Ljóst er að málið varðar íbúa Reykjanesbæjar miklu. Ekki síst þá sem búa nálægt verksmiðjunni enda bárust Skipulagsstofnun skriflegar athugasemdir með tölvupósti frá 36 einstaklingum vegna endurbótanna á kísilverinu. Að sögn Þórðar Ólafs Þórðarsonar framkvæmdastjóra Stakksbergs er stefnt að því að ný frummatskýrsla vegna umhverfisáhrifa, þar sem fjallað verður um öll þau atriði sem Skipulagsstofnun nefnir í sinni ákvörðun, verði tilbúin um mánaðamótin maí-júní. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er unnið eftir þeirri verkáætlun að verksmiðjan geti hafið starfsemi á ný að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Lyktarmengun sem stafaði frá kísilverinu var helst áberandi þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar var keyrður á litlum styrk eða í þeim tilvikum þar sem verið var að slökkva á ofninum. Voru áhrif vegna lyktar frá verksmiðjunni því ekki stöðug meðan verksmiðjan var starfandi. Hávær krafa hefur verið um íbúakosningu um framtíð kísilversins. Meira en fjórðungur kosningabærra manna í Reykjanesbæ, um 2.700 manns, skrifaði undir áskorun þess efnis í lok síðasta árs en það voru samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík sem söfnuðu undirskriftunum. Það var hins vegar mat lögmanns Reykjanesbæjar að ekki hefði verið staðið að undirskriftarsöfnuninni með lögmætum hætti.
Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Heilsan ávallt dýrmætari en peningar Fjarfestingaraðilar hafa eytt yfir tuttugu milljörðum í framkvæmdir vegna kísilversins sem þeir vilja opna aftur í Helguvík haustið 2020. Þótt þeir væru búnir að eyða yfir hundrað milljörðum í þessa uppbyggingu og endurreisn kísilversins þá gildir það einu. 22. nóvember 2018 08:05 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36
Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00
Heilsan ávallt dýrmætari en peningar Fjarfestingaraðilar hafa eytt yfir tuttugu milljörðum í framkvæmdir vegna kísilversins sem þeir vilja opna aftur í Helguvík haustið 2020. Þótt þeir væru búnir að eyða yfir hundrað milljörðum í þessa uppbyggingu og endurreisn kísilversins þá gildir það einu. 22. nóvember 2018 08:05
Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00