Barnaverndarstofa sækist eftir að áfrýja máli Freyju til Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 17:54 Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri var felld úr gildi í Landsrétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni. Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni.
Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55