Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 23:30 Hvíta húsið er með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar. Vísir/Getty Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30