Engin klisja að vinna í sjálfum sér Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:00 Kolbrún Pálína vinnur að þáttum að skilnaði ásamt Kristborgu Bóel. fréttablaðið/vilhelm Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira