Reykjaneshöfn stendur ekki undir sér óbreytt Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2019 08:45 Reykjaneshöfn þykir ekki rekstrarhæf að óbreyttu. Fréttablaðið/Anton Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir umfjöllun um dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir umfjöllun um dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira