Fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals segir að rasismi sé ekki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2019 11:45 Hurst í leik með Val. Hann lék alls 30 leiki í Pepsi-deildinni með Val og ÍBV. vísir/daníel Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira