Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 23:53 Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Getty/Zach Gibson Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43