Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 07:15 Háteigs- og Hallgrímskirkja eru ein af helstu kennileitum borgarinnar þegar kirkjur eru annars vegar. Fréttablaðið/Stefán Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Alþingi og þjóðkirkjan ræða nú saman um framtíðarskipulag fjármála þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan telur söfnuði sína hafa greitt á annan tug milljarða króna af sóknargjöldum sínum til ríkisins vegna skerðingar ríkis á fjárframlögum til þeirra ár hvert. Við það verði ekki unað og telur kirkjan framferði ríkisvaldsins siðlaust. Samninganefnd ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur síðustu mánuði unnið að samningagerð án þess að niðurstaða hafi náðst að fullu.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/ANtonÍ minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar. Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður. „Sá gjörningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins að leggja fram tillögu við 3. umræðu um frumvarp til gildandi fjárlaga sem hefur í för með sér 223 miljóna króna aukningu á skerðingu greiðslna til safnaða þjóðkirkjunnar frá fyrra ári lýsir viðhorfi sem endurspeglar ekki mikinn samningsvilja í málinu en þessi nýjasta skerðing sóknargjaldanna gerir ekkert annað en að hækka samningskröfu kirkjunnar sem henni nemur. Það er síðan áleitin spurning hvort um hafi verið að ræða upplýsta ákvörðun Alþingis,“ segir í minnisblaðinu.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Þjóðkirkjan vill meina að hér sé um að ræða eign þjóðkirkjunnar því að þessi hlutdeild í tekjuskatti sóknarbarna er eign safnaða kirkjunnar. „Sú háttsemi ríkisvaldsins að skila ekki nema liðlega helmingi af fé sem það tekur að sér að innheimta er þannig í ákveðnum skilningi eignaupptaka og siðlaus þótt ekkert sé efast um lögmætið,“ segir jafnframt í minnisblaðinu. Á þingi er einnig starfrækt svokölluð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar og hafa gögn verið send samstarfsnefndinni vegna samningagerðar ríkis og kirkju. Fréttablaðið hefur óskað eftir fundargerðum samstarfsnefndar þingsins en án árangurs. Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu, segir í svari fyrir hönd þingsins að fundargerðir samstarfsnefndarinnar séu ekki til. „Hvað varðar fyrirspurn um fundargerðir er því til að svara að ekki eru haldnar formlegar fundargerðir þar eð samstarfsnefndin er fyrst og fremst vettvangur til upplýsingamiðlunar og samtals milli fulltrúa Alþingis og þjóðkirkjunnar þar sem formlegar ákvarðanir eru ekki teknar,“ segir í svari Jörundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira