Segir sumarið geta orðið erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 1. apríl 2019 21:08 Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira