Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2019 21:45 Jónas Þór Sigurgeirsson, viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar. Stöð 2/Einar Árnason. Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppsveifla er á Blönduósi um þessar mundir vegna smíði gagnavers. Það væri þó ekki að rísa án Blönduvirkjunar. „Án hennar væri þetta ekki að rísa. Því að ef við horfum bara á landskerfið, raforkukerfið, þá er þetta eiginlega eini staðurinn fyrir utan suðvestursvæðið sem hægt er að afgreiða rafmagn í einhverju magni,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis á Blönduósi. Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis.Stöð 2/Einar Árnason.Þrír áratugir eru frá því raforkuframleiðsla hófst í Blönduvirkjun og viðhaldsstjórinn Jónas Þór Sigurgeirsson segir reksturinn hafa gengið ljómandi vel. Virkjunin bili varla og vélarnar skila meiri orku en gert var ráð fyrir. „Í hönnun var hún 720 gígavattstundir. En svo hefur verið meira vatn á ferðinni, hún hefur farið yfir 900 gígavattstundir,“ segir Jónas. Svo fylgir henni raforkuöryggi. „Já, já. Það fer varla rafmagnið af hér á svæðinu. Það var náttúrulega ýmiss svona veikleiki hér áður,“ segir viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar.Búið er að skipuleggja fimmtán hektara iðnaðarsvæði ofan við Blönduós.Stöð 2/Einar Árnason.Og það er einmitt öryggi sem eigendur gagnavera sækjast eftir. „Það er öryggi. Þeir sækja bara í heildstætt öryggi,“ segir Valgarður. Sveitarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, segir Blönduvirkjun vannýtta vegna skorts á flutningslínum. Í héraði sjá menn jafnframt ný tækifæri vegna áforma Landsvirkjunar um að virkja sjötíu metra fallhæð milli miðlunarlóna. „Nú er búið að hanna þar rennslisvirkjanir til að stækka Blönduvirkjun á næstu árum. Og það er bara verið að bíða eftir að Blöndulína 3 komist þá norður í Eyjafjörð og svo tenging aftur austur á land,“ segir Valdimar. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Við viljum þá um leið fá tengingu hingað niður eftir til að efla þetta iðnaðarsvæði sem er byggjast upp hér ofan við bæinn,“ segir sveitarstjóri Blönduóss. Og þar er búið að deiliskipuleggja fimmtán hektara svæði sem gæti rúmað til dæmis fleiri gagnaver. „Það er bæði markaður fyrir meira og vilji til þess að fara í meira,“ segir umsjónarmaður gagnaversverkefnis, Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Stóriðja Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppsveifla er á Blönduósi um þessar mundir vegna smíði gagnavers. Það væri þó ekki að rísa án Blönduvirkjunar. „Án hennar væri þetta ekki að rísa. Því að ef við horfum bara á landskerfið, raforkukerfið, þá er þetta eiginlega eini staðurinn fyrir utan suðvestursvæðið sem hægt er að afgreiða rafmagn í einhverju magni,“ segir Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis á Blönduósi. Valgarður Hilmarsson, umsjónarmaður gagnaversverkefnis.Stöð 2/Einar Árnason.Þrír áratugir eru frá því raforkuframleiðsla hófst í Blönduvirkjun og viðhaldsstjórinn Jónas Þór Sigurgeirsson segir reksturinn hafa gengið ljómandi vel. Virkjunin bili varla og vélarnar skila meiri orku en gert var ráð fyrir. „Í hönnun var hún 720 gígavattstundir. En svo hefur verið meira vatn á ferðinni, hún hefur farið yfir 900 gígavattstundir,“ segir Jónas. Svo fylgir henni raforkuöryggi. „Já, já. Það fer varla rafmagnið af hér á svæðinu. Það var náttúrulega ýmiss svona veikleiki hér áður,“ segir viðhaldsstjóri Blönduvirkjunar.Búið er að skipuleggja fimmtán hektara iðnaðarsvæði ofan við Blönduós.Stöð 2/Einar Árnason.Og það er einmitt öryggi sem eigendur gagnavera sækjast eftir. „Það er öryggi. Þeir sækja bara í heildstætt öryggi,“ segir Valgarður. Sveitarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, segir Blönduvirkjun vannýtta vegna skorts á flutningslínum. Í héraði sjá menn jafnframt ný tækifæri vegna áforma Landsvirkjunar um að virkja sjötíu metra fallhæð milli miðlunarlóna. „Nú er búið að hanna þar rennslisvirkjanir til að stækka Blönduvirkjun á næstu árum. Og það er bara verið að bíða eftir að Blöndulína 3 komist þá norður í Eyjafjörð og svo tenging aftur austur á land,“ segir Valdimar. Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason.„Við viljum þá um leið fá tengingu hingað niður eftir til að efla þetta iðnaðarsvæði sem er byggjast upp hér ofan við bæinn,“ segir sveitarstjóri Blönduóss. Og þar er búið að deiliskipuleggja fimmtán hektara svæði sem gæti rúmað til dæmis fleiri gagnaver. „Það er bæði markaður fyrir meira og vilji til þess að fara í meira,“ segir umsjónarmaður gagnaversverkefnis, Valgarður Hilmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Stóriðja Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. 11. mars 2019 22:00
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30