Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:05 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“ Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“
Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent