Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:05 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“ Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir ljóst að fall WOW air hafi þrýst frekar á samningsaðila að komast að samkomulagi. Ekki sé hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verði til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda deiluaðila.Baklandið tekur ákvörðun um framhaldið „Nú taka við viðræður um stjórnvöld um framhaldið, við þurfum að fara inn í þær viðræður með opnum hug og sjá hvort við náum að lenda þessu með aðkomu stjórnvalda,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Fulltrúar VR og fleiri stéttarfélaga halda á fund stjórnvalda klukkan 9 en Ragnar gerir ráð fyrir að sá fundur byrji í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þá muni VR einnig þurfa að funda með baklandi sínu í dag og bera samkomulagið undir félagsmenn. „Það er okkar bakland sem tekur ákvörðun um framhaldið í sjálfu sér.“ Ragnar getur ekkert upplýst um samkomulagið á þessu stigi málsins, hvorki efni né innihald. Það hafi þó legið fyrir um nokkurn tíma hvers krafist er af stjórnvöldum „En það eru nokkur stórmál sem þarf að brýna sérstaklega á og liggja undir. Og það verður reynt til þrautar í dag að sjá hvort það náist.“ Til mikils að vinna fyrir alla þó að verkföllum hafi verið aflýst Ragnar segir ómögulegt að segja til um það hvað fundir dagsins muni standa lengi, og ferlið í átt að kjarasamningum í heild. „Það á líka eftir að fara í alla textavinnu í kringum mögulegan kjarasamning þannig að það er töluverð vinna eftir þó að við höfum náð samkomulagi um rammann í gær, stóru málin. Þá á eftir að útfæra ýmislegt sem er ófrágengið.“VR og Efling aflýstu í gær sólarhringsverkföllum starfsmanna hótela og hópbifreiðafyrirtækja. Aðspurður hvort sú vending sé ekki tilefni til bjartsýni á framhaldið segir Ragnar að enn séu ýmsir þröskuldar eftir. „En kjarasamningurinn sjálfur mun hanga á aðkomu stjórnvalda, hann mun standa og falla með því […] Það er til mikils að vinna fyrir alla, þó það sé búið að aflýsa verkföllum.“ Inntur eftir því hvort fall WOW air hafi haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum við SA segir Ragnar að staðan sem komið hafi upp hafi vissulega þrýst frekar á viðsemjendur að komast að samkomulagi. „Það er alveg ljóst að atburðir síðustu daga, um uppsagnir 1500 manns sem misstu vinnuna á einu bretti, og þetta stóra fyrirtæki sem hefur þetta mikil áhrif á okkar samfélag og lífskjör, það hafði þau áhrif að þetta þrýsti enn frekar á að við myndum klára þetta.“
Kjaramál Verkföll 2019 WOW Air Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30