Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 08:15 Biden hefur fram að þessu verið talinn líklegur til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16