Halldór er stórt nafn í snjóbrettaheiminum og gerði á sínum tíma samning við bandaríska íþróttavörurisann Nike.
Á fundi með forráðamönnum Nike í Portland kom í ljós að Halldór hafði gleymt medalíu, sem hann vann til á X-leikunum svokölluðu, í Kína.
Medalían var í bakpoka sem vinur Halldórs fann fyrir tilviljun. Sá henti bakpokanum fyrst í ruslið en tók hann aftur þar sem hann vantaði bakpoka. Í honum fann hann svo medalíu Halldórs ásamt reiðufé.
Innslagið úr Atvinnumönnunum okkar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.