Handbolti

Úrslitaleikur um þriðja sætið á Ásvöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar fá möguleika á að lyfta sér upp í 4. sæti Olís-deildar kvenna úr því þriðja.
Haukar fá möguleika á að lyfta sér upp í 4. sæti Olís-deildar kvenna úr því þriðja. vísir/vilhelm
Keppni í Olís-deild kvenna í handbolta lýkur í dag. Allir fjórir leikirnir hefjast klukkan 19:30. Leikur Valur og Fram verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.

En hvað getur gerst í lokaumferðinni?

Valur - Fram

Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigri á HK-ingum í síðustu umferð. Þetta er annað árið í röð sem Valur verður deildarmeistari. Valskonur fá bikarinn afhentan eftir leik. Valur verður með heimaleikjarétt út úrslitakeppnina.

Fram, Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, eru í 2. sæti deildarinnar og enda þar, sama hvernig leikur kvöldsins fer.

Haukar - ÍBV

Úrslitaleikur um 3. sæti deildarinnar. ÍBV er í 3. sætinu og endar þar svo lengi sem liðið tapar ekki í kvöld. Haukar eru tveimur stigum á eftir Eyjakonum en fara upp fyrir þær með sigri í kvöld, sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Haukar unnu fyrsta leik liðanna, 29-20, og annan leikinn, 23-29.

Liðið sem endar í 3. sæti deildarinnar mætir Fram í undanúrslitum úrslitakeppninnar en liðið í því fjórða fær deildarmeistara Vals.

Elías Már Halldórsson stýrir Haukum ekki í kvöld en hann hætti óvænt sem þjálfari liðsins í gær. Elías er búinn að semja við HK um að taka við karlaliði félagsins í sumar en átti að klára tímabilið með Haukum. Hafnfirðingar hafa tapað þremur leikjum í röð.

KA/Þór - Stjarnan

Leikur sem skiptir engu um lokastöðu liðanna. KA/Þór er í 5. sætinu og endar þar og Stjarnan verður í því sjötta sama hvernig fer í kvöld.

Nýliðar KA/Þórs hafa komið mjög á óvart í vetur og áttu um tíma möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Það þarf hins vegar að fara ansi langt aftur til að finna jafnt slakt tímabil hjá Stjörnunni.

HK - Selfoss

Kveðjuleikur Selfoss í Olís-deildinni. Selfyssingar eru fallnir eftir að hafa leikið í efstu deild frá tímabilinu 2012-13.

HK er í 7. sætinu, endar þar og fer í umspil um síðasta lausa sætið í Olís-deildinni.


Tengdar fréttir

Elías hættur með Hauka

Elías Már Halldórsson stýrir Haukum ekki í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×