Eigandi Heimkaups steinhissa á vel heppnuðu aprílgabbi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 13:36 Á meðal þeirra miðla sem birtu frétt um kaupin voru Ríkisútvarpið, Stundin, Viðskiptablaðið og DV. Fréttirnar voru allar fjarlægðar af vefsíðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Mynd/Samsett Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur. Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur.
Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00
Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08
Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30