Handbolti

Martha markadrottning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tannlæknirinn að norðan skoraði mest allra í Olís-deild kvenna.
Tannlæknirinn að norðan skoraði mest allra í Olís-deild kvenna. vísir/daníel þór
Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs, varð markadrottning Olís-deildar kvenna. Deildarkeppninni lauk í gær. Martha skoraði 138 mörk, tveimur mörkum meira en Ragnheiður Júlíusdóttir hjá Fram.

Martha, sem er fædd árið 1983, átti frábært tímabil fyrir KA/Þór, sem endaði í 5. sæti deildarinnar, og vann sér sæti í landsliðinu í fyrsta sinn.



Auk þess að vera markahæst í deildinni var Martha í 4. sæti yfir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar. Hún gaf 60 stoðsendingar í vetur en Hildur Þorgeirsdóttir úr Fram bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í þeim flokki. Hildur gaf 84 stoðsendingar en næsti leikmaður á listanum, Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV, gaf 63 stoðsendingar.

Stjörnukonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 130 mörk. Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, var fjórða með 116 mörk, einu marki meira en Arna Sif Pálsdóttir hjá ÍBV.

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var með flest mörk að meðaltali í leik, eða 7,2. Hún missti hins vegar af sjö leikjum, eða þriðjungi tímabilsins.

Markahæstar í Olís-deild kvenna:

1. Martha Hermannsdóttir, KA/Þór - 138

2. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram - 136

3. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan - 130

4. Steinunn Björnsdóttir, Fram - 116

5. Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV - 115

6.-7. Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss - 108

6.-7. Díana Kristín Sigmarsdóttir, HK - 108

8.-9. Berta Rut Harðardóttir, Haukar - 107

8.-9. Lovísa Thompson, Valur - 107

10.-11. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram - 104

10.-11. Maria Ines da Silve Pereira, Haukar - 104

Stoðsendingahæstar í Olís-deild kvenna:

1. Hildur Þorgeirsdóttir, Fram - 84

2. Ester Óskarsdóttir, ÍBV - 63

3. Lovísa Thompson, Valur - 61

4. Martha Hermannsdóttir, KA/Þór - 60

5. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram - 58

6. Hulda Bryndís Tryggvadóttir, KA/Þór - 57

7. Karen Knútsdóttir, Fram - 47

8. Maria Ines da Silve Pareira, Haukar - 45

9. Sandra Erlingsdóttir, Valur - 44

10. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan - 43


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×