Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2019 20:28 Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 FBL/Ernir Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira