Ótrúlegir yfirburðir Stjörnumanna í fjórða leikhluta á móti ÍR í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 15:30 Það verður gaman að fylgjast með einvígi þeirra Hlyns Bæringssonar og Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar. Vísir/Bára Deildarmeistarar Stjörnunnar og ÍR hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og Breiðhyltingar þurfa þar nauðsynlega að breyta að minnsta kosti einu frá því í þremur innbyrðis leikjum liðanna í vetur. Leikur Stjörnunnar og ÍR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending Domino´s Körfuboltakvölds hefst klukkan 18.30 og mun hún vera í gangi í gegnum leikinn og gera síðan leikinn upp við lok hans. Stjarnan og ÍR hafa mæst þrisvar sinnum áður á tímabilinu, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikarnum. Stjarnan hefur unnið alla þrjá leikina með 14 stigum eða meira. Stærsti sigurinn var 23 stiga sigur í Seljaskólanum í janúarbyrjun. ÍR-ingum hefur reyndar gengið vel í fyrri hálfleik í leikjunum þremur og hafa skorað sjö stigum meira í fyrri hálfleik (146) en Stjarnan (139) í þessum leikjum liðanna. Seinni hálfleikurinn og þá sérstaklega fjórði leikhlutinn hefur aftur á móti farið mjög illa fyrir ÍR-liðið.Stjörnumenn hafa nefnilega haft ótrúlega yfirburði í lokaleikhlutanum á móti ÍR í vetur. Stjarnan hefur unnið fjórða leikhlutann samtals með 43 stigum í þessum þremur leikjum þar sem ÍR-ingar hafa aðeins skorað samtals 36 stig. Stjörnuliðið hefur unnið fjórðu leikhlutana 25-8 (+17), 27-13 (+14) og 27-15 (+12). Það eina jákvæða er að það hefur gengið aðeins betur hjá ÍR-liðinu í hverjum leik. Það er þó ekki eins og bekkurinn sé að gera þarna útslagið því ÍR hefur fengið 13 stigum meira frá bekknum sínum (63 stig frá bekk) í þessum þremur leikjum en Stjörnumenn (50 stig frá bekk).Úrslit eftir leikhlutum í leikjum Stjörnunnar og ÍR í vetur:1. leikhluti: ÍR +1 Stjarnan 72 - ÍR 732. leikhluti: ÍR +6 Stjarnan 67 - ÍR 733. leikhluti: Stjarnan +18 Stjarnan 69 - ÍR 514. leikhluti: Stjarnan +43 Stjarnan 79 - ÍR 36 Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Deildarmeistarar Stjörnunnar og ÍR hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og Breiðhyltingar þurfa þar nauðsynlega að breyta að minnsta kosti einu frá því í þremur innbyrðis leikjum liðanna í vetur. Leikur Stjörnunnar og ÍR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending Domino´s Körfuboltakvölds hefst klukkan 18.30 og mun hún vera í gangi í gegnum leikinn og gera síðan leikinn upp við lok hans. Stjarnan og ÍR hafa mæst þrisvar sinnum áður á tímabilinu, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikarnum. Stjarnan hefur unnið alla þrjá leikina með 14 stigum eða meira. Stærsti sigurinn var 23 stiga sigur í Seljaskólanum í janúarbyrjun. ÍR-ingum hefur reyndar gengið vel í fyrri hálfleik í leikjunum þremur og hafa skorað sjö stigum meira í fyrri hálfleik (146) en Stjarnan (139) í þessum leikjum liðanna. Seinni hálfleikurinn og þá sérstaklega fjórði leikhlutinn hefur aftur á móti farið mjög illa fyrir ÍR-liðið.Stjörnumenn hafa nefnilega haft ótrúlega yfirburði í lokaleikhlutanum á móti ÍR í vetur. Stjarnan hefur unnið fjórða leikhlutann samtals með 43 stigum í þessum þremur leikjum þar sem ÍR-ingar hafa aðeins skorað samtals 36 stig. Stjörnuliðið hefur unnið fjórðu leikhlutana 25-8 (+17), 27-13 (+14) og 27-15 (+12). Það eina jákvæða er að það hefur gengið aðeins betur hjá ÍR-liðinu í hverjum leik. Það er þó ekki eins og bekkurinn sé að gera þarna útslagið því ÍR hefur fengið 13 stigum meira frá bekknum sínum (63 stig frá bekk) í þessum þremur leikjum en Stjörnumenn (50 stig frá bekk).Úrslit eftir leikhlutum í leikjum Stjörnunnar og ÍR í vetur:1. leikhluti: ÍR +1 Stjarnan 72 - ÍR 732. leikhluti: ÍR +6 Stjarnan 67 - ÍR 733. leikhluti: Stjarnan +18 Stjarnan 69 - ÍR 514. leikhluti: Stjarnan +43 Stjarnan 79 - ÍR 36
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira