Haukur einn þeirra sem gætu slegið í gegn á EM 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2019 14:30 Haukur er á óskalista stórliða í Evrópu. vísir/bára Haukur Þrastarson er einn af framtíðarstjörnum handboltans sem gætu skinið skært á Evrópumótinu á næsta ári. Haukur er yngstur á 20 manna lista sem birtist á heimasíðu EHF í dag. Selfyssingurinn er fæddur 2001 og verður 18 ára 14. apríl. Í greininni kemur fram að Haukur hafi verið í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á EM í fyrra og verið valinn besti leikmaður mótsins. Jafnframt segir að Haukur hafi látið til sín taka með Selfossi í EHF-bikarnum og tekið þátt í tveimur leikjum með A-landsliðinu á HM 2019. Þar hafi hann sýnt hversu óttalaus og spennandi leikmaður hann er. Haukur er í íslenska hópnum sem mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir ári, þá aðeins 16 ára. Haukur er í 17. sæti listans sem birtist á heimasíðu EHF. Á toppi hans er Magnus Rød sem lék afar vel með norska landsliðinu sem lenti í 2. sæti á HM. Rød leikur með Flensburg, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar. Landi Røds, hinn 18 ára, Alexander Blonz, er í 12. sæti listans. Hann var í norska hópnum á HM og fer til Elverum í sumar. Í 5. sæti listans er Emil Nielsen sem ver mark Skjern ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Nielsen, sem er 22 ára, er á förum til Nantes eftir tímabilið. Í 7. sætinu er Johan Hansen sem varð heimsmeistari með Dönum í janúar. Hann lék áður með færeyska landsliðinu en ákvað svo að leika með því danska. EM 2020 í handbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Haukur Þrastarson er einn af framtíðarstjörnum handboltans sem gætu skinið skært á Evrópumótinu á næsta ári. Haukur er yngstur á 20 manna lista sem birtist á heimasíðu EHF í dag. Selfyssingurinn er fæddur 2001 og verður 18 ára 14. apríl. Í greininni kemur fram að Haukur hafi verið í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á EM í fyrra og verið valinn besti leikmaður mótsins. Jafnframt segir að Haukur hafi látið til sín taka með Selfossi í EHF-bikarnum og tekið þátt í tveimur leikjum með A-landsliðinu á HM 2019. Þar hafi hann sýnt hversu óttalaus og spennandi leikmaður hann er. Haukur er í íslenska hópnum sem mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir ári, þá aðeins 16 ára. Haukur er í 17. sæti listans sem birtist á heimasíðu EHF. Á toppi hans er Magnus Rød sem lék afar vel með norska landsliðinu sem lenti í 2. sæti á HM. Rød leikur með Flensburg, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar. Landi Røds, hinn 18 ára, Alexander Blonz, er í 12. sæti listans. Hann var í norska hópnum á HM og fer til Elverum í sumar. Í 5. sæti listans er Emil Nielsen sem ver mark Skjern ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Nielsen, sem er 22 ára, er á förum til Nantes eftir tímabilið. Í 7. sætinu er Johan Hansen sem varð heimsmeistari með Dönum í janúar. Hann lék áður með færeyska landsliðinu en ákvað svo að leika með því danska.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn