Njarðvíkingurinn Ólafur Helgi Jónsson var hæstur allra leikmanna í plús og mínus í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta.
Njarðvíkingar eru úr leik eftir tap í oddaleik á móti ÍR og tölfræðin sýnir fram á það að Ólafur Helgi hafi spilað alltof lítið í einvíginu.
Ólafur Helgi spilaði í rúma 101 mínútu í einvíginu og Njarðvík vann með 45 stigum á meðan hann var inn á vellinum. Ólafur var á bekknum í rúmar 98 mínútur og þeim tapaði Njarðvíkurliðið með 51 stigi. Þarna er því 96 stiga sveifla.
Ólafur Helgi var með 7,2 stig og 3,2 fráköst í leik í einvíginu en hann hitti úr 6 af 13 þriggja stiga skotum sínum eða 46 prósent. Ólafur setti líka niður öll átta vítaskotin sín.
Næstir á eftir Ólafi Helga voru þeir AnttiKanervo hjá Stjörnunni og MikeDiNunno hjá KR. MikeDiNunno spilaði aðeins þrjá leiki og var því með hæsta plús og mínus að meðaltali eða 14 í leik.
Í fjórða sætinu var síðan ÍR-ingurinn KevinCapers en hann tók út leikbann í einum leikjanna. ÍR vann alla þrjá leikina eftir að KevinCapers kom til baka úr banninu og hann var +41 í þeim þremur leikjum.
Hæsta plús og mínus í átta liða úrslitum:
1. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík +45
2. AnttiKanervo, Stjarnan +43
3. MikeDiNunno, KR +42
4. KevinCapers, ÍR +41
5. Hlynur Elías Bæringsson, Stjarnan +41
6. Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan +38
7. PavelErmolinskij, KR +34
8. BrandonRozzell, Stjarnan +31
9. Julian Boyd, KR +28
10. Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þ. +25
Ólafur Helgi sló öllum við í plús og mínus í átta lið úrslitunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti




„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
