Lífskjarasamningar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:15 Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kjaramál Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar