Sara í viðtali á CNN sem segir enga stærri CrossFit-stjörnu vera til í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 15:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Skjámynd/CNN Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur stimplað sig aftur inn í hóp þeirra hraustustu í heimi með frábærri frammistöðu sinni á árinu 2019. Sara tryggði sér sæti á heimsleikunum með sigri á Strength in Depth CrossFit mótinu í London og fylgdi því síðan eftir með að vinna „The Open“ á dögunum. Endurkoma Söru hefur vakið heimsathygli og þar meðal hjá CNN fréttstofuninni sem fékk Söru í viðtal þar sem hún ræðir bæði erfiðleikana sína á árinu 2018 og endurkomuna á árinu 2019. CNN kynnir Söru inn í fréttinni með þeim orðum að í CrossFit-heiminum sé ekki til stærri stjarna en hin íslenska Sara Sigmundsdóttir sem CNN bendir á að sé með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram og að hún fái alltaf mikinn stuðning hvar sem hún keppir. Blaðamaður CNN fullyrðir líka að engin keppandi á CrossFit leikunum fái hærri hvatningarhróp en einmitt Sara.Sara Sigmundsdottir has fought back from not one but two broken ribs, as she aims to win her first @CrossFitGames title.https://t.co/MLSbhPpMyNpic.twitter.com/fjuAeNokCl — CNN Sport (@cnnsport) April 4, 2019Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur þó enn ekki náð að vinna heimsleikana þrátt fyrir að vera oft í forystu, unnið tvö brons og oftast verið í toppbarráttunni. Þar að segja þar til í fyrra þegar hún varð að hætta keppni eftir að hafa rifbeinsbrotnað. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þarna. Ég hef aldrei verið hraustari og aldrei léttari á fæti. Mér leið frábærlega og fannst ég vera að toppa á réttum tíma. Ég var líka svo spennt að sýna hversu mikið ég hafði lagt á mig,“ sagði Sara.Fréttin á CNN.Skjámynd/CNNHún hafði keppt rifbeinsbrotin á leikunum 2017 og náð samt fjórða sætinu. Hún var búin að ná sér af því þegar hún braut annað rifbein í upphitun fyrir eina greinina á degi eitt. „Ég var að reyna að fela meiðslin fyrir þjálfaranum mínum því ég vissi að hann hefði látið mig hætta keppni. Ég hugsaði að ef þetta er brot, þá er þetta bara brotið bein og ég get komist í gegnum það,“ segir Sara. Sara kláraði níu greinar áður en sársaukinn varð of mikill og hún tók þá ákvörðun að hætta keppni. Reyndar var þjálfarinn sem dró hana úr keppni því hún gat það ekki sjálf. „Þetta var erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið á ævinni. Ég hafði klárað þrautbrautina í þyngingarvestinu, ég hefði klárað jafnhendinguna og ég hafði klárað réttstöðulyftuna,“ sagði Sara. „Ég hugsaði því að það væri ekki mikið verra sem ég þurfti að komast í gengum. Þá kom þessi skrýtna grein þar sem við þurftum að draga hluti og ég man bara eftir sársaukanum. Ég hugsaði því um það hvort að tíunda sætið væri þess virði að meiðast meira,“ sagði Sara. Sara hætti keppni en snéri aftur sex mánuðum seinna í mögnuðu formi og hefur staðið sig betur og betur með hverri keppni. Það átti enginn þannig möguleika í hana í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Með því að vinna „The Open“ hafði Sara í raun tryggt sér tvisvar þátttökurétt á heimsleikunum 2019 þá sem hún dreymir um að vinna í fyrsta sinn. Það má lesa allt viðtalið hér. CrossFit Tengdar fréttir Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00 „Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur stimplað sig aftur inn í hóp þeirra hraustustu í heimi með frábærri frammistöðu sinni á árinu 2019. Sara tryggði sér sæti á heimsleikunum með sigri á Strength in Depth CrossFit mótinu í London og fylgdi því síðan eftir með að vinna „The Open“ á dögunum. Endurkoma Söru hefur vakið heimsathygli og þar meðal hjá CNN fréttstofuninni sem fékk Söru í viðtal þar sem hún ræðir bæði erfiðleikana sína á árinu 2018 og endurkomuna á árinu 2019. CNN kynnir Söru inn í fréttinni með þeim orðum að í CrossFit-heiminum sé ekki til stærri stjarna en hin íslenska Sara Sigmundsdóttir sem CNN bendir á að sé með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram og að hún fái alltaf mikinn stuðning hvar sem hún keppir. Blaðamaður CNN fullyrðir líka að engin keppandi á CrossFit leikunum fái hærri hvatningarhróp en einmitt Sara.Sara Sigmundsdottir has fought back from not one but two broken ribs, as she aims to win her first @CrossFitGames title.https://t.co/MLSbhPpMyNpic.twitter.com/fjuAeNokCl — CNN Sport (@cnnsport) April 4, 2019Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur þó enn ekki náð að vinna heimsleikana þrátt fyrir að vera oft í forystu, unnið tvö brons og oftast verið í toppbarráttunni. Þar að segja þar til í fyrra þegar hún varð að hætta keppni eftir að hafa rifbeinsbrotnað. „Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég var þarna. Ég hef aldrei verið hraustari og aldrei léttari á fæti. Mér leið frábærlega og fannst ég vera að toppa á réttum tíma. Ég var líka svo spennt að sýna hversu mikið ég hafði lagt á mig,“ sagði Sara.Fréttin á CNN.Skjámynd/CNNHún hafði keppt rifbeinsbrotin á leikunum 2017 og náð samt fjórða sætinu. Hún var búin að ná sér af því þegar hún braut annað rifbein í upphitun fyrir eina greinina á degi eitt. „Ég var að reyna að fela meiðslin fyrir þjálfaranum mínum því ég vissi að hann hefði látið mig hætta keppni. Ég hugsaði að ef þetta er brot, þá er þetta bara brotið bein og ég get komist í gegnum það,“ segir Sara. Sara kláraði níu greinar áður en sársaukinn varð of mikill og hún tók þá ákvörðun að hætta keppni. Reyndar var þjálfarinn sem dró hana úr keppni því hún gat það ekki sjálf. „Þetta var erfiðasta ákvörðunin sem ég hef tekið á ævinni. Ég hafði klárað þrautbrautina í þyngingarvestinu, ég hefði klárað jafnhendinguna og ég hafði klárað réttstöðulyftuna,“ sagði Sara. „Ég hugsaði því að það væri ekki mikið verra sem ég þurfti að komast í gengum. Þá kom þessi skrýtna grein þar sem við þurftum að draga hluti og ég man bara eftir sársaukanum. Ég hugsaði því um það hvort að tíunda sætið væri þess virði að meiðast meira,“ sagði Sara. Sara hætti keppni en snéri aftur sex mánuðum seinna í mögnuðu formi og hefur staðið sig betur og betur með hverri keppni. Það átti enginn þannig möguleika í hana í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Með því að vinna „The Open“ hafði Sara í raun tryggt sér tvisvar þátttökurétt á heimsleikunum 2019 þá sem hún dreymir um að vinna í fyrsta sinn. Það má lesa allt viðtalið hér.
CrossFit Tengdar fréttir Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00 „Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Sara vann "Strength in Depth“ og er komin á heimsleikana Tvær íslenskar Crossfit-stelpur búnar að tryggja sér sæti á heimsleikunum. 24. febrúar 2019 20:21
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30
Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður í sviðsljósinu í London um helgina og hún fór í mjög persónulegt gönguviðtal eftir komu sína til Englands. 22. febrúar 2019 13:00
„Bless London, halló Madison“ Klaufalegu mistökin sem strítt hafa Söru Sigmundsdóttur á mikilvægum Cross Fit mótum í gegnum tíðina voru hvergi sjáanleg í London um helgina. 25. febrúar 2019 11:30