Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 19:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira