Byggðarráð undrast seinagang ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2019 06:45 Sveitarstjórnin gagnrýnir seinagang ráðherra. Fréttablaðið/Pjetur Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira